fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Verður markametið loks slegið í sumar? – Þessir sex eiga möguleika

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 17:30

Andri Rúnar fagnar þegar hann jafnaði markametið með Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru rétt rúmir tuttugu dagar í það að Besta deild karla fari af stað með látum, Víkingar hafa titil að verja en mörg lið telja sig geta barist við besta lið landsins í sumar.

Þótt ótrúlegt sé hefur engum leikmanni tekist að ógna markametinu á síðustu tveimur árum þrátt fyrir að búið sé að lengja tímabilið um fimm leiki.

Markametið er 19 mörk en það eru þeir Andri Rúnar Bjarnason, Tryggvi Guðmundsson, Þórður Guðjónsson, Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason sem eiga það met.

Vonir standa til um að einhver af framherjum deildarinnar geti bætt þetta met í sumar. Hér að neðan eru sex leikmenn sem gætu gert það.

Emil Atlason (Stjarnan)
Ef Emil helst heill er ansi líklegt að hann ógni markametinu og taki gullskóinn. Hefur raðað inn mörkum síðustu ár.

Benóný Breki Andrésson (KR)
Ætti að verða í miklu stærra hlutverki en á síðustu leiktíð, var öflugur þegar leið á mótið og ætti að geta ógnað markametinu í sumar.

Benjamin Stokke
Mynd: Breiðablik

Benjamin Stokke (Breiðablik)
Skoraði mikið í næst efstu deild Noregs á síðustu leiktíð og Blikar setja allt traust á það að hann haldi því áfram,

Patrick Pedersen (Valur)
Skoraði sjö mörk í 14 leikjum á annari löppinni í fyrra en ætti að geta skorað meira í ár. Hefur verið heill heilsu í allan vetur.

Nikolaj Hansen (Víkingur)
Skoraði sextán mörk fyrir þremur árum í 21 leik og þarf að finna þá markaskó í ár til að geta keppt um gullskóinn.

Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
Einn af þeim sem á markametið í efstu deild, er líklegur til þess að draga vagninn í markaskorun fyrir Vestra og gæti verið á meðal efstu manna ef allt heppnast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað