fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Jón Þór kallar eftir breytingum – „Við þurfum að fara að skoða þessi mál alvarlega hér á Íslandi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. mars 2024 21:30

Jón Þór Hauksson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson, þjálfari karlaliðs ÍA, er gestur sjónvarpsþáttar 433.is þessa vikuna. Kappinn fer þar yfir víðan völl en hann er brattur fyrir komandi leiktíð, þar sem Skagamenn eru nýliðar í Bestu deildinni.

„Við erum virkilega ánægðir með hvernig hefur tekist að styrkja liðið. Það er allt eins og við sáum fyrir okkur, liðið er í góðu standi og það hefur verið góður stígandi í liðinu,“ segir Jón Þór um undirbúningstímabilið það sem af er.

Hann telur þó íslenska undirbúningstímabilið – og þá sérstaklega Lengjubikarinn – þurfa naflaskoðun.

„Við þurfum að fara að skoða þessi mál alvarlega hér á Íslandi. Þetta er lengsta undirbúningstímabil í heimi og við vorum að spila þrjá leiki í síðustu viku í Lengjubikar. Það mætti bara gjörbreyta þessu móti. Tímabilið lengist og lengist en Lengjubikarinn breytist ekki neitt. Þetta skýtur svolítið skökku við. Mér finnst að við ættum að byrja Lengjubikarinn fyrstu vikuna í janúar, við getum stækkkað hann og spilað hann betur í samstarfi við félögin. Þetta eru fimm leikir í riðlinum og við erum að spila þrjá á einni viku. Þetta er mjög óeðlilegt.“

video
play-sharp-fill

Fann sætið aldrei hitna

Sem fyrr segir eru Skagamenn nýliðar í Bestu deildinni á komandi leiktíð eftir að hafa sigrað Lengjudeildina í fyrra. Mótið fór hins vegar alls ekki vel af stað hjá þeim fyrir tæpu ári síðan.

„Það gerðist það sem þú óttast alltaf þessar síðustu fjórar vikur áður en Íslandsmót byrjar. Við missum tvo leikmenn úr fjögurra manna varnarlínu rétt fyrir mót. Alex Davey slítur hásin og Hákon Ingi fær í nárann og missir af fyrstu leikjunum. Takturinn fór því úr okkur síðustu dagana fyrir mót. Svo gerum við þau mistök að spila okkar heimaleiki á Akranesvelli sem var engan veginn tilbúinn. Eftir á að hyggja hefði átt að spila þá leiki inni í höllinni á meðan völlurinn var að taka við sér.

Eftir að við komumst upp úr þessum kafla var mjög góður stígandi í leik liðsins og við litum aldrei til baka eftir það. Samheldnin og liðsheildin var gríðarlega öflug. Við hefðum aldrei komist í gegnum þetta öðruvísi,“ segir Jón Þór.

Eitthvað var rætt og ritað um að sæti Jóns Þórs væri farið að hitna eftir erfiða byrjun í fyrra.

„Ég fann aldrei fyrir því í starfi eða innan leikmannahópsins. Ég fann fyrir miklum stuðnig og liðsheild. Það voru allir að horfa í sömu átt með það að bæta úrslit leikja en frammistaðan fram að þessu hafði alls ekki verið alslæm. Okkur fannst tímaspursmál hvenær við gætum snúið þessu við og það var nóg eftir af mótinu.“

Skagamenn unnu Lengjudeildina í fyrra. Mynd: ÍATV

Ánægður með þróunina

Jón Þór er að fara í sitt þriðja tímabil með ÍA en í hans tíð hefur liðið tekið miklum breytingum, sem hann er sáttur við.

„Við erum að vinna í ákveðna átt og ég hef ákveðna sýn á hvernig ég vil byggja upp þetta lið og þennan leikmannahóp. Ég er fæddur og uppalinn á Akranesi og hef alltaf viljað að liðið sé byggt upp á ákveðinn hátt. Og ég er gríðarlega ánægður með hvernig hefur tekist til síðustu tvö ár.

Þetta tekur tíma. Fyrsta árið mitt fara 19 leikmenn frá félaginu og það urðu miklar breytingar þegar við föllum og fyrir tímabilið í fyrra. Það eru minni breytingar í ár og vonandi enn færri á næsta ári. Að ná stöðugleika í hópinn var eitt fyrsta verkefnið mitt. Það voru búnar að vera miklar breytingar á milli ára og kannski fleiri en félag eins og ÍA ræður við. En við höfum verið gríðarlega ánægðir með hvernig hefur tekist til. Við náðum að styrkja grunninn gríðarlega vel af heimamönnum og það er þessi liðsheild og samheldni sem ég er að tala um.“

Jón Þór segir markmið komandi tímabils ekki fullmótið en sem nýliði ætlar liðið að sjálfsögðu að halda sér uppi.

„Við erum ekki alveg komnir þangað. Við erum að vinna í ákveðnum þáttum sem við viljum bæta í okkar leik milli ára og koma nýjum leikmönnum hratt og örugglega inn í það sem við höfum verið að gera, hvernig við viljum byggja upp félagið og hvaða kúltúr við viljum hafa innan liðsins.

En við erum nýliðar í deildinni og fyrsta markmið er að halda sér þar og ná þessum stöðugleika í efstu deild sem ég held að allir þjálfarar ÍA hafi talað um síðustu 10-15 ár. Eigum við ekki að segja að það sé fyrsta markmið,“ segir Jón Þór.

Ítarlegt viðtal er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona selur leikmann til Benfica

Barcelona selur leikmann til Benfica
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
Hide picture