fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Allt trylltist og met var slegið þegar Lingard mætti á svæðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. mars 2024 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt áhorfendamet var sett í suðurkóresku deildinni í gær þegar FC Seoul tók á móti Incheon. Ástæðan er sú að Englendingurinn Jesse Lingard var að spila sinn fyrsta heimaleik fyrir fyrrnefnda liðið.

Lingard gekk í raðir Seoul á dögunum eftir að hafa verið án félags síðan í sumar, þegar samningur hans við Nottingham Forest rann út. Þar áður spilaði hann auðvitað lengi með Manchester United.

Mikil efirvænting ríkti fyrir leiknum á Seoul World Cup leikvanginum í gær og fyrir leik var búið að setja upp sérstakt „Lingard-svæði“ þar sem aðdáendur gátu nálgast varning tengdan Lingard.  Miklar raðir höfðu myndast löngu fyrir leik, slík var eftirvæntingin.

Lingard byrjaði á bekknum í leiknum en kom inn á eftir um hálftíma við mikinn fögnuð viðstaddra. Það var svo fagnað í hvert sinn sem kappinn snerti boltann.

Alls mættu 51.670 manns á völlinn í gær. Þar með var fyrra met, 45.007 áhorfendur á sama velli, slegið.

Leiknum sjálfum lauk með markalausu jafntefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson