fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Var stórkostlegur í vetur áður en hann meiddist: Ekki í byrjunarliðinu á EM? – ,,Held að Southgate sé ekki of hrifinn af honum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2024 13:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn öflugi James Maddison var stórkostlegur fyrir Tottenham fyrr í vetur áður en hann meiddist í 4-1 tapi gegn Chelsea.

Maddison er Englendingur og mun líklega fara með enska landsliðinu til Þýskalands í sumar er liðið spilar í lokakeppni EM.

Harry Redknapp, fyrrum þjálfari Tottenham, telur að Maddison verði valinn í lokahópinn en að það séu litlar sem engar líkur á að hann fái mikinn spilatíma á mótinu.

Redknapp telur að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, horfi frekar á aðra leikmenn og að Maddison verði lítið annað en varaskeifa þrátt fyrir frábæra frammistöðu fyrr á tímabilinu.

,,James Maddison er klárlega leikmaður sem getur komist í fyrra form og náð árangri með Englandi í sumar en vandamálið er að ég held að Gareth Southgate muni ekki velja hann,“ sagði Redknapp.

,,Ég er nokkuð viss um að Southgate sé ekki of hrifinn af honum. Jack Grealish er heldur ekki í neinu uppáhaldi hjá Gareth.“

,,Grealish komst aðeins í liðið því almeninningur heimtaði að hann fengi tækifæri, fyrir það þá spilaði hann mjög lítið.“

,,Ég hef enga trú á að Maddison muni komast í enska liðið á EM í sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn