fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Stjarnan kom blaðamanninum til varnar í beinni: Gagnrýndur fyrir fatavalið – ,,Þú lítur bara frábærlega út“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham er einn vinsælasti leikmaður heims um þessar mundir en hann leikur með Real Madrid.

Bellingham spilaði með Real í 1-1 jafntefli við RB Leipzig í Meistaradeildinni í vikunni og mætti í stutt viðtal við blaðamanninn virta Guillem Balague eftir leik.

Balague hefur fengið gagnrýni frá ensku goðsögninni Jamie Carragher en hann starfar sem sparkspekingur hjá CBS í dag.

Carragher hefur verið ósáttur við fataval Balague og lætur hann vita reglulega en Bellingham kom blaðamanninum til varnar sem var ansi skemmtilegt.

,,Þú lítur bara frábærlega út í kvöld vinur,“ sagði Bellingham við Balague.

Englendingurinn tjáði sig í kjölfarið um Carragher: ,,Ég hef séð jakkafötin sem Jamie ákveður að klæðast og ég er efins. Ég held að þú getir svarað fyrir þig.“

Carragher gat ekki annað en hlegið í beinni útsendingu: ,,Hann er stórkostlegur. Hann er ótrúlegur, ekki satt?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn