fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Virðist vera alveg sama um Meistaradeildarsætið – ,,Ekki gullmiðinn frá Willy Wonka“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir að það væri enginn ‘gullmiði’ fyrir Tottenham að ná Meistaradeildarsæti á þessu tímabili.

Tottenham er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni og mætir Aston Villa í hörkuleik á morgun.

Villa er fyrir leikinn með 55 stig í fjórða sætinu en Tottenham er fimm stigum neðar og pressar að Birmingham liðinu.

Postecoglou vitnar í sögu Willy Wonka í viðtali við blaðamenn en hann sér engan tilgang í að fagna því að ná Meistaradeildarsæti – stefnan er að vinna titla með Lundúnarliðinu.

,,Ég sé ekki tilgang í að stefna á neitt nema fyrsta sætið. Hver er tilgangurinn?“ sagði Postecoglou.

,,Ég er hérna til að búa til lið sem getur unnið hluti, það er ekkert vit í að stefna á eitthvað annað.“

,,Vinur, þetta er ekki gullmiðinn frá Willy Wonka, skilurðu mig? Þú færð bara eitt ár í Meistaradeildinni.“

,,Ef þú nærð ekki að byggja ofan á það eða læra af því þá er það tilgangslaust. Við erum ekki hérna bara til að vera með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn