fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Milan og Marseille í flottum málum – West Ham tapaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. mars 2024 22:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum lauk í Evrópudeildinni nú fyrir skömmu. Um var að ræða fyrri leiki í 16-liða úrslitum.

AC Milan tók á móti Slavia Prag og bitu gestirnir frá sér. Olivier Giroud kom Milan yfir á 34. mínútu en Tékkarnir svöruðu skömmu síðar. Tijani Reijnders og Ruben Loftus-Cheek sáu hins vegar til þess að heimamenn voru 3-1 yfir í hálfleik.

Ivan Schranz kom Slavia aftur inn í leikinn eftir um tuttugu mínútur í seinni hálfleik. Milan komst þó aftur í tveggja marka forystu á 85. mínútu með marki Christian Pulisic. 4-2 og þar við sat.

West Ham heimsótti Freiburg og þarf að vinna upp tap í seinni leiknum því Freiburg vann 1-0 í kvöld með marki Michael Gregoritsch á 81. mínútu.

Marseille vann þá 4-0 sigur á Villarreal þar sem Pierre-Emerick Aubameyang skoraði til að mynda tvö mörk. Franska liðið er því í vænlegri stöðu fyrir seinni leikinn.

Loks gerðu Benfica og Rangers 2-2 jafntefli í Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu

Ættu að ná í 41 árs gamlan leikmann til baka – Fáanlegur á frjálsri sölu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra