fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo lagði til reglur við Solskjær – Var svo pirraður þegar hann fór eftir þeim

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. mars 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær fyrrum stjóri Manchester United segir að það hafi ekki verið nein vandamál með Cristiano Ronaldo þegar hann var hjá félaginu.

Solskjær var stjóri United þegar Ronaldo mætti til United sumarið 2021 en var skömmu síðar rekinn.

„Hluti af því að fá Cristiano Ronaldo var að fá ástríðuna frá honum en það komu vandamál,“ segir Solskjær í dag en hann var í spjalli hjá Gary Neville og félögum.

„Við vorum með Mason Greenwood, Marcus Rashford og Anthony Martial sem gátu lært frá Ronaldo. Hann er sá besti, hann hefur agann og ég taldi hann geta hjálpað þeim.“

Hann segir að það hafi þó verið krefjandi að stýra Ronaldo sem hafi sett fram beiðni um hvernig honum yrði spilað.

„Þegar hann kom til félagsins þá sagði hann mér að byrja sér í þrjá leiki í röð og svo ætti hann að vera á bekknum í þeim fjórða, svo varð hann ósáttur þegar ég gerði það.“

„Það voru ekki mörg vandamál með hann þegar ég var þjálfari. Það var leikur gegn Everton þegar hann gekk strax af velli þegar ég tók hann af velli. Vandamálin byrjuðu þegar ég fór.“

„Ég átti gott samband við Cristiano og það var mikil virðing á milli okkar. Hann hagaði sér vel þegar ég var stjóri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“