fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Ópólitíkin í Júróvisjón svo ráðandi að það jaðrar við pólitík

Eyjan
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að spennan vegna söngvakeppninnar og Júróvisjón sé nú áþreifanleg.

Undirbúningur Íslendinga undir pólitískustu ópólitísku söngvakeppni veraldar, og jafnvel þótt víðar væri leitað, stendur nú sem hæst. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á í aðdraganda keppninnar og ópólitíkin víða drepið niður fæti. Þannig var þess til dæmis krafist að stjórn opinbera hlutafélagsins Ríkisútvarpsins gripi í taumana og skikkaði Stefán Eiríksson útvarpsstjóra til þess að standa vörð um ópólitíska áru keppninnar og draga þátttöku Íslendinga til baka vegna ófriðarins á Gaza ströndinni.

Orðið á götunni er að pólitíski útvarpsstjórinn hafi þó sloppið undan afskiptum ópólitískrar stjórnar RÚV ohf. með því að ákveða að leggja ópólitíska ákvörðun um hugsanlega ópólitíska sniðgöngu í hendur ópólitísks sigurvegara ópólitískrar söngvakeppni ópólitísks RÚV,. Yrði sá þannig ópólitískur fulltrúi Íslands á ópólitísku sviði Júróvisjón í Malmö, þar sem Ísrael hefur, enn sem komið er, ópólitískan þátttökurétt.

Mögulegt, og jafnvel líklegt, er að fulltrúi Íslands verði Bashar Murad, sem er af palestínskum uppruna. Orðið á götunni er að okkur sátt virðist vera að myndast um framlag Bashars og þá einna helst meðal þeirra sem vilja halda pólitík utan við söngvakeppnina. Þess utan gengur það fjöllum hærra meðal fylgismanna Júróvisjón að Ísrael verði jafnvel ekki með. Fjölmiðlar sögðu frá því í vikunni að framlagi Ísraels yrði jafnvel hafnað sem pólitísku, sem væri þá eitthvað sem Ísraelar gætu ekki sætt sig við.

Á samfélagsmiðlum undanfarna daga hefur svo verið tekist á um þá ópólitísku hugmynd að Bashar kæmi fram fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. Hafa sumir gengið svo langt að segja hana jafnvel lykta af pólitík.

Orðið á götunni er að framlag Bashars yrði í eðli sínu pólitísk yfirlýsing, sem sumir myndu fagna og aðrir ekki. Enn aðrir hafa bent á að í því felist nokkur kaldhæðni að hvetja til þess að Ísrael verði meinuð þátttaka í Júróvisjón en senda svo mann með ísraelskt vegabréf og menntaðan í Bandaríkjunum, helsta stuðningsríki Ísraels, á sviðið fyrir Íslands hönd.

Orðið á götunni er að hvernig sem fari sé ljóst að ópólitíkinni sé hvergi nærri lokið og fróðlegt verði að fylgjast með því  hvaða hápólitíska átakamáli Júróvisjón ætli næst að skipta sér alls ekkert af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist