fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Hæfileikabúntið Svala Björgvins einhleyp á nýju ári

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 2. febrúar 2024 13:24

Svala Björgvinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástsæla söngkonan Svala Björgvinsdóttir fer inn í nýtt ár á lausu.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að hún væri orðin ein af eftirsóttu einhleypu konum landsins.

Svala var í sambandi með Alexander Egholm Alexandersson í tæplega eitt og hálft ár.

DV fékk það staðfest að þau væru í raun og veru hætt saman en í fyrra var greint frá sambandsslitum þeirra og tóku þau fyrir það á sínum tíma.

Mynd/Instagram @svalakali

Svala hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár og sigraði hjörtu landsmanna þegar hún söng lagið „Fyrir jól“ með föður sínum, Björgvini Halldórssyni, á níunda áratugnum. Svo má ekki gleyma því þegar hún gaf út næsta smell, „Ég hlakka svo til“, aðeins ellefu ára gömul.

Fyrsta sólóplata Svölu, The Real Me, kom út árið 2001. Hún stofnaði síðan hljómsveitina Steed Lord árið 2006 ásamt bræðrunum Einari, Ella og Eðvarði Egilssyni. Þau voru mjög vinsæl í Los Angeles, þar sem þau voru búsett. Lög hljómsveitarinnar voru meðal annars spiluð í stórum þáttum á borð við Keeping Up With The Kardashians og So You Think You Can Dance. Svala var einnig fengin til að hanna fatalínu fyrir tískurisann H&M.

Eftir að Svala flutti heim hefur hún sinnt ýmsum verkefnum. Hún var meðal annras dómari í The Voice og tók þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands, með laginu „Paper“ árið 2017.

Fókus óskar þeim velfarnaðar á þessum tímamótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu
Fókus
Í gær

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“