fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Sjáðu sláandi myndband: Leikvangurinn rústir einar eftir loftárás Rússa – Börn æft þar undanfarna daga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimavöllur Lokomotiv Kyiv í Úkraínu er gjörónýtur í kjölfar loftárásar Rússa í gær.

Rússar hófu loftárásir á svæðinu í kringum leikvanginn í gærmorgun og fimm létu lífið að sögn Guardian.

Fjöldi bygginga eyðilagðist og það gerði Ukrzaliznytsia leikvangur Lokomotiv einnig.

Liðið leikur í úkraínsku B-deildinni en þarf að finna sér annan stað til að spila á þegar keppni hefst á ný eftir vetrarfrí í mars.

Undanfarna daga hafði leikvangurinn verið notaður fyrir æfingar og leiki hjá barnaliðum á svæðinu. Slíkt var þó ekki í gangi þegar árásin átti sér stað.

„Önnur hryðjuverkaárás sem er til þess gerð að skemma drauma barna. Heimurinn þarf að sjá þetta,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lokomotiv.

Hér að neðan er myndband og yfirlýsing sem félagið birti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Í gær

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu