fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Sveppi segir frá leyndarmáli úr Kastljósi – „Þetta er einkahúmor“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, segir frá því í hlaðvarpinu sínu að í mörg ár hafi íslenskir landsliðsmenn í knattspyrnu mætt í Kastljós með fyrirfram ákveðinn orð sem þeir áttu að segja.

Sveppi sem er náinn vinur Eiðs Smára Guðjohnsen segir frá þessu í hlaðvarpsþættinum Beint í bílinn. Hann segir að leikmenn landsliðsins hafi alltaf fengið verkefni þegar Kastljós boðaði þá í viðtal

„Þeir gera þetta stundum, þegar Eiður Smári var í landsliðinu og þá komu þeir stundum að spila leiki á Laugardalsvelli. Það var alltaf einhver úr landsliðinu fenginn til þess að fara í Kastljós,“ segir Sveppi í Beint í bílinn.

Hann segir að leikmenn landsliðsins hafi verið saman á hótelinu og ákveðið hvaða orð leikmaðurinn ætti að segja.

„Þeir eru allir saman á hóteli, eru þar í jogging galla að bíða eins og landsliðið gerir. Þessi sem fer í Kastljósið átti að koma fimm orðum fyrir í viðtalinu,“ segir Sveppi.

„Þú átt að segja að það sé létt yfir landsliðinu, minnast á Arnar Grétarsson sem var einu sinni í landsliðið, svo segja þeir einhver orð. Svo er Þórhallur Gunnarsson að taka þessi viðtöl á þessum tíma.“

Hann segir þetta hafa verið einkahúmor en hann lét Pétur Jóhann Sigfússon fá þetta verkefni þegar hann gestur í þætti Gísla Marteins á RÚV síðustu helgi.

„Svo er sé sem fer í viðtalið að reyna að koma orðunum að eðlilega, þetta er einkahúmor fyrir landsliðið. Mjög skemmtilegt,“ segir Sveppi léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni
433Sport
Í gær

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi
433Sport
Í gær

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði