fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Mbappe sendir frá sér yfirlýsingu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. janúar 2024 12:14

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Kylian Mbappe hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttum af því að hann hafi samið við Real Madrid er hafnað alfarið.

Foot Mercato í Frakklandi hélt því fram að samningar væru í höfn á milli Mbappe og Real Madrid um að hann færi þangað frítt næsta sumar þegar samningur hans við Paris Saint-Germain rennur út.

Það er hins vegar ekkert til í því og samkvæmt yfirlýsingunni hafa engar viðræður átt sér stað.

Það er ekkert leyndarmál að draumur Mbappe er að spila fyrir Real Madrid einn daginn. Hvort það gerist í sumar eða ekki á eftir að koma í ljós en það má án efa búast við fleiri tíðindum af stórstjörnunni eftir því sem nær dregur sumri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll