fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Sigríður ómyrk í máli um verkfall flugumferðarstjóra – Valdalaus ríkissáttasemjari býður upp á kaffi

Eyjan
Laugardaginn 16. desember 2023 16:45

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Margrét Oddsdóttir, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) segir 28 flugumferðarstjóra í skæruverkföllum valda fjárhagslegu tjóni upp á annan milljarð króna fyrir fyrirtæki, röskun á samgöngum þúsunda flugfarþega síðustu dagana fyrir jól og neikvæðum áhrifum á ímynd áfangastaðarins Íslands. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is.

Ekkert hefur þokast í deilu flugumferðarstjóra og SA undanfarið og framundan er skæruverkfall á mánudagsmorgun sem mun valda mikilli röskun á millilandaflugi.

Sigríður segir flugumferðarstjóra krefjast launahækkana sem séu umfram þá launastefnu sem mörkuð hefur verið á almennum markaði. Ríkissáttasemjari hafi síðan engin völd til að framfylgja þessari launastefnu heldur sé valdalaus gestgjafi sem bjóði upp á kaffi og fundaraðstöðu. Um valdaleysi ríkissáttasemjara og afleiðingar þess segir Sigríður ennfremur:

„Áhrif þess að ríkissáttasemjari er í raun valdlaus á Íslandi birtast meðal annars í agaleysi hagstjórnarinnar. Hér á landi eru að meðaltali ríflega 500 einstaklingar að baki hverjum gerðum kjarasamningi á meðan þeir eru á bilinu 5-10.000 á hinum Norðurlöndunum. Ítrekað gera einstaka hópar kröfur um launahækkanir umfram þá launastefnu sem hefur verið mörkuð og umfram það sem er innistæða fyrir. Afleiðingin er okkur öllum kunn og hún hefur mest áhrif á þá sem síst skyldi.“

Sigríður segir að breyta þurfi lögum um stéttarfélög og vinnudeilur til að ríkissáttasemjari geti framfylgt launastefnu stefnumótandi kjarasamninga í öllum öðrum kjarasamningum. „Það má vona að yfirstandandi skæruverkföll örfárra einstaklinga, með tilheyrandi fjárhagstjóni og raski fyrir almenning, valdi því að aðilar vinnumarkaðarins eigi opið samtal um hvernig bæta megi vinnumarkaðslíkanið. Þá má einnig vona að stjórnvöld finni hjá sér hugrekkið og breyti hlutverki gestgjafans í Karphúsinu og geri honum kleift að vera ríkissáttasemjari.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi