Forsætisráðherra Katar, Sheik Sheikh Mohammed bin Abdulrahman al-Thani, segir að áframhaldandi loftárásir Ísraelshers minnki líkurnar á því að hægt sé að semja um vopnahlé milli stríðandi fylkinga eins og unnið hefur verið að undanfarna daga. Ekki megi greina sama vilja og áður að komast að samkomulagi fjarri vígvellinum.
Ísraelsk stjórnvöld hafa sagt að árásum á Gaza linni ekki fyrr en búið er að uppræta Hamas og frelsa þá 138 gísla sem talið er að séu enn í haldi þeirra. Eins og komið hefur um 110 gíslum verið sleppt úr haldi en Hamassamtökin hafa útilokað að fleiri gíslum verði sleppt nema að Ísraelar setjist við samningaborðið.
Auk loftárása og stríðsátaka á Gaza þá gerði Ísraelsher árásir á skotmörk í Líbanon þar sem meint hryðjuverkastarfsemi átti sér stað. Ríkisútvarp Sýrlands greindi þá frá því að Ísraelsher hefði gert loftárásir á skotmörk við Damaskus, höfuðborg landsins.
Ástandið á Gaza fer síversnandi en í tölum frá heilbrigðisráðuneyti svæðisins er fullyrt að 18 þúsund manns hafi látist síðan átökin brutust út.
Það þykir í kaldhæðnislegt að í gær var því fagnað að 75 ár eru liðin frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á allsherjarþingi aðildarríkjanna í París hinn 10. desember 1948.
„Það er eins og við höfum ekkert lært á 75 árum,“ hafði BBC eftir Lynn Hastings, mannúðarstjóra Sameinuðu þjóðanna.