fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Lögreglan auglýsir eftir búkollu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugafólk um íslenskar þjóðsögur hrökk við í morgun þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gaf út tilkynningu á Facebook-síðu sinni sem bar yfirskriftina „Búkollu stolið“.
Ekki var þó um baulandi spendýr að ræða heldur ógnarstórt svart og gult vinnutæki með skráninganúmerið JB-P52. Tækið var tekið ófrjálsri hendi af athafnasvæði verktaka við Álfabakka síðastliðinn sunnudagsmorgun. Síðast sást til Búkollu þar sem henni var ekið eftir Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði.
„Sjáist hún í umferð og eða hafi einhverjir vitneskju um hvar hún er niðurkomin vinsamlegast hringið tafarlaust í lögreglu í síma 112,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt