fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Opinbera dánarmein barnastjörnunnar

Fókus
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evan Ellingson, 35 ára leikari og fyrrverandi barnastjarna, lést fyrr í þessum mánuði. Leikarinn átti framtíðina fyrir sér í Hollywood þegar hann var barn og lék til að mynda í kvikmyndinni My Sister‘s Kepper árið 2009 ásamt Cameron Diaz og Alec Baldwin.

Nú hefur dánarmein Ellingson verið gert opinbert en hann lést eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af fentanýli sem dregið hefur fjölmarga til dauða á síðustu árum.

Ellingson hafði lengi barist við fíkn og sagði faðir hans, Michael Ellingson, að honum hefði gengið vel upp á síðkastið og dvaldi hann til að mynda á heimili fyrir fíkla í bata þegar hann lést.

Ellingson hóf leiklistarferil sinn árið 2001 en hans síðasta hlutverk kom árið 2010. Hann lék í gamanþáttunum Complete Savages á árunum 2004-2005 og þá lék hann í alls tíu þáttum af spennuþáttunum 24 þar sem hann lék frænda Jack Bauer sem leikinn var af Kiefer Sutherland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Í gær

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss

Sjáðu VÆB æfa á stóra sviðinu í Sviss
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner