fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Tvær stórmerkilegar bækur frá Sögufélagi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögufélag hefur nýlega gefið út tvær bækur, Andlit til sýnis og Samfélag eftir máli.

Áskoranir í samtímanum, virðist oft gera ráð fyrir að samtengdur heimur sé fyrirbæri 21. aldar, þar sem mörk heimsálfa eru þó enn skýr og ferðir fólks á milli þeirra nýjar.

Lengi vel var litið á Ísland og Íslendinga sem á einhvern hátt utan við umheiminn og aðskilda frá heimsvalda- og nýlendstefnu. Frásögn Kristínar Loftsdóttur í bókinni Andlit til sýnis beinir sjónum að samtengdum heimi sem Ísland, ekki síður en Evrópa, hefur lengi verið hluti af.

Með því að gera miðlægt lítið safn á Kanaríeyjum á 19. öld sem snýr að líkamsleifum frumbyggja, þar sem finna má brjóstmyndir Íslendinga, má segja að bók Kristínar varpi öðru ljósi á söguna. Hún rekur sögur þeirra og tengsl við aðrar brjóstmyndir frá ólíkum heimshornum sem er að finna á þessu safni. Hverjar eru sögur þeirra og hvað varð til að þær rötuðu á þetta safn?  Af hverju má finna samskonar brjóstmyndir á meginlandi Spánar og í Frakklandi?

Bókin sýnir hvernig við þurfum að líta á íslensku brjóstmyndirnar – og þannig Ísland – sem hlut af sögum sem eru fléttaðar saman. Hún nálgast sögur einstaklinga sem tengjast þessum brjóstmyndum á áleitinn hátt þar sem þær eru settar í samhengi við þekkingarleit um eðli manneskjunnar, sýningar á „framandi“ fólki í Evrópu og áherslu á flokkun fólks í hópa sem taldir voru hafa ólíkt virði í flokkunarkerfi kynþáttahyggju.

Um höfundinn:

Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Kristínar hafa snúið að fordómum, mótun þjóðernis, tengslum suðurs og norðurs, nýlenduhyggju, og málefnum sem tengjast fólksflutningum. Kristín hefur unnið að þessum viðfangsefnum í ólíkum rannsóknarverkefnum, sem unnin hafa verið í Níger í Vestur-Afríku, Belgíu, Ítalíu, Íslandi og nú nýlega á Kanaríeyjum. Rannsóknarverkefni Kristínar hafa meðal annars snúið að mótun þjóðarsjálfsmyndar á Íslandi á útrásartímabilinu og eftir hrun, sem og rasisma á Íslandi og hugmyndum hælisleitanda frá Níger um Evrópu. Kristín hefur gefið út fjölda verka á íslensku og ensku, til dæmis bókina Kynþáttahyggja – Í stuttu máli (2021). Hún hlaut Fjöruverðlaunin fyrir fræðiritið Konan sem fékk spjót í höfuðið (2011), Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Fugl í búri (1988) og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Fótatak tímans (1990). Þá hefur Kristín einnig haldið fjölda sýninga tengdum rannsóknum sínum og fékk viðurkenningu fyrir fræðistörf sín frá Háskóla Íslands árið 2014.

Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi

Hvað á að móta hið byggða umhverfi 21. aldar? Það m.a. er til umfjöllunar í nýrri bók Samfélag eftir máli eftir Harald Sigurðsson.

Eins og við öll vitum líður vart sá dagur að skipulagsmál séu ekki til umræðu í fjölmiðlum. Þau marka línur í stjórnmálaumræðu og eru sívinsælt viðfangsefni í daglegri umræðu.

Það telst því til stórtíðinda að út sé komið fyrsta heildstæða yfirlitið yfir sögu skipulagsmála á Íslandi og að loksins sé hægt að kynna sér skipulagsmál og sögu þeirra á aðgengilegan hátt!

Bók Haraldar fjallar um skipulag borgar, bæja og þorpa á Íslandi á 20. öldinni. Í aðra röndina er rakin saga skipulagsgerðar og þéttbýlis og í hina hugmyndasaga skipulagsfræðanna og módernismans. Sjónum er einkum beint að mótun borgarskipulags í höfuðstað landsins en einnig að viðleitni ríkisvaldsins til að koma skipulagi á smærri bæi og þorp landsins.

Þetta er saga átaka og hugsjóna, saga hugmynda og nýrra strauma, en fyrst og fremst saga þjóðar á miklum umbrotatímum. Skipulag byggðar og mótun umhverfis eru eitt af mikilvægustu málefnum samtímans.

Sagan snertir á mörgum helstu álitamálum nútímasamfélaga, hvort sem litið er til húsnæðismála, samgöngumála, lýðsheilsumála eða umhverfismála. Þetta er yfirgripsmikið sagnfræðirit, með gagnrýnum undirtóni, sem byggir á áralangri rannsókn og víðtækri reynslu Haraldar af skipulagsmálum

Bókina prýðir fjöldi mynda og uppdrátta og er hún mikill fengur fyrir alla þá fjölmörgu sem láta skipulagsmál og mótun umhverfis sig varða.

Um höfundinn:

Haraldur Sigurðsson (f. 1965) hefur starfað í hringiðu skipulagsmála á Íslandi á undanförnum 30 árum, einkum hjá Reykjavíkurborg. Haraldur var m.a. verkefnisstjóri og aðalráðgjafi við gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 sem kom út hjá Crymogeu árið 2014 og stýrði enn fremur gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 sem lokið var við árið 2022. Jafnhliða störfum fyrir opinbera aðila hefur hann unnið að rannsóknum á þróun og sögu bæjarskipulags á Íslandi og starfaði meðal annars um tíma á Borgarfræðisetri Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar. Haraldur er með próf í land- og sagnfræði (Bsc. og Ba) frá Háskóla Íslands og meistarapróf (Msc.) í skipulagsfræðum frá Toronto-háskóla í Kanada.

Um Sögufélag

Sögufélag var stofnað árið 1902 í þeim tilgangi að standa fyrir útgáfu á sagnfræðiheimildum. Síðan þá hefur starfsemi félagsins orðið talsvert fjölbreyttari. Í dag er Sögufélag burðarstólpi í miðlun á íslenskri sagnfræði; gefur út fjölda bóka árlega og efnir til viðburða þar sem fræðimenn, höfundar og almenningur skiptast á skoðunum um söguleg efni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“