Viðtal við Erik ten Hag, stjóra Manhester United, á TNT hefur vakið mikla athygli.
Þar sagði fjölmiðlamaðurinn sem ræddi við hollenska stjórann að honum líkaði þegar United væri í vandræðum.
„Flestar vikur eru mikilvægar en þessi er sérstaklega mikilvæg fyrir þig. Núna getið þið virkilega snúið við tímabilinu eða farið inn í annað krísutímabil eins og okkur fyrir utan klúbbinn finnst svo gaman að sjá,“ sagði spyrillinn.
Ten Hag svaraði en var alveg rólegur.
„Ó, hefurðu gaman að þessu? Það er allavega hreinskilið. Þú vilt sjá þetta en okkur er alveg sama,“ sagði Ten Hag.
Netverjar eru furðu lostnir yfir þessu en hrósa margir hverjir Ten Hag fyrir viðbrögð sín.
„Hvað var ég að horfa á? Það er klikkað að segja þetta við hann. En vel gert hjá Erik,“ skrifar einn netverjinn.
Klippuna má sjá hér að neðan.
Woah…😨😂 pic.twitter.com/v2LEp3xeFl
— 𝗧𝗲𝗻 𝗛𝗮𝗴’𝘀 𝗥𝗲𝗱𝘀 ✍🏼🇳🇱 (@TenHagBall_) November 28, 2023