fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Jólagjafadrama í danskri lest í Malmö

Pressan
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 16:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið drama í lest frá dönsku járnbrautunum, sem var stödd í Malmö í Svíþjóð, í gærkvöldi. Sannkallað jólagjafadrama.

Sprengjusérfræðingar sænsku lögreglunnar voru kallaðar á vettvang þegar lestin var stöðvuð á Hyllie stöðinni í Malmö klukkan 21.46. Farþegum og áhöfn var gert að rýma lestina og lestarstöðin var rýmd og girt af.

Ástæðan var að taska var í óskilum í lestinni og þar sem Svíar eru á háu viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar var talið hugsanlegt að sprengja væri í henni.

Vélmenni var sent um borð í lestina og dró það töskuna út úr lestinni og opnaði hana síðan á brautarpallinum. Kom þá í ljós að hún var einfaldlega full af saklausum jólagjöfum.

Aðgerðum lögreglunnar lauk klukkan 23.30 en þó ekki alveg því nú er verkefnið að finna eiganda jólagjafanna svo þær komist í réttar hendur um jólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa