Símtölin eru sögð hafa það markmið að plata fórnarlömb til að heimila innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum.
„Svikasímtölin koma úr símanúmerum sem látin eru líkjast númerum íslenskra banka og greiðslufyrirtækja. Sá sem hringir talar ensku og segist vinna í fjarvinnu til að gefa skýringu á því. Aðilinn er sagður mjög sannfærandi en hann reynir að lokka fórnarlömb til innskráningar í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Þegar innskráningin er leyfð er nær samstundis reynt að skuldfæra kreditkort viðkomandi.“