Hákon Rafn Valdimarsson átti frábært tímabil með Elfsborg sem leikur í efstu deild í Svíþjóð.
Elfsborg var að berjast um meistaratitilinn í Svíþjóð en tapaði gegn Malmö í lokaumferðinni og endaði í öðru sæti.
Um er að ræða 22 ára gamlan markmann en hann er einnig hluti af íslenska landsliðinu.
Ekkert félag fékk á sig færri mörk en Elfsborg á tímabilinu í Svíþjóð en liðið fékk á sig 26 mörk í 30 leikjum.
🧤 @IFElfsborg1904:s Hakon Valdimarsson är Årets Målvakt i Allsvenskan. pic.twitter.com/jVWXCui9Zn
— Allsvenskan (@AllsvenskanSE) November 14, 2023