fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Nær öruggt að 2023 verður heitasta ár sögunnar

Pressan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 09:00

Börn kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú næstum öruggt að árið 2023 verður heitasta árið síðan mælingar hófust að sögn vísindamanna. Þessi aðvörun þeirra kemur í kjölfar októbermánaðar sem sló hitamet því meðalhitinn á heimsvísu var 0,4 gráðum hærri en gamla októbermetið sem var frá 2019.

Sky News hefur eftir Samantha Burgess, aðstoðarforstjóra Copernicus (sem er loftslagsstofnun ESB) að þetta sé mikil hækkun og að þetta hafi verið mjög „öfgafullt“.

„Í október sáum við mjög mikil frávik í kjölfar fjögurra mánaða þar sem hitamet á heimsvísu voru slegin,“ sagði hún og bætti við: „Við getum sagt með nær fullri vissu að 2023 verði heitasta ár sögunnar en hitinn er núna 1,43 gráðum hærri en áður en iðnvæðingin hófst.“

Þetta eykur enn þrýstinginn á þjóðarleiðtoga um að setja metnaðarfull markmið á loftslagsráðstefnu SÞ, COP28, síðar í mánuðinum. Burgess sagði að aldrei hafi verið meiri þörf á að setja metnaðarfull markmið varðandi loftslagsmálin.

Meðalyfirborðshitinn í október var 1,7 gráðum hærri en að meðaltali í október á árunum 1850 til 1900 en það tímabil er skilgreint sem tíminn áður en iðnvæðingin hófst en þá byrjuðum við að nota jarðefnaeldsneyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“