fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Nanna Magnadóttir er látin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. nóvember 2023 07:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nanna Magnadóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er látin, 50 ára að aldri. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að Nanna hafi látist á Landspítalanum þann 26. október síðastliðinn af völdum heilablóðfalls.

Nanna fæddist í Lundúnum þann 10. mars árið 1973 en eins árs flutti hún heim til Íslands ásamt foreldrum sínum og ólst þar upp.

Nanna lauk embættisprófi í lögfræði árið 1998 og hóf eftir það störf hjá Héraðsdómi Reykjavíkur sem aðstoðarmaður dómara. Þá var hún um skeið lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis.

Nanna lauk meistaragráðu í alþjóðlegum mannréttindalögum frá Svíþjóð árið 2004 og starfaði hjá Evrópuráðinu, meðal annars lögfræðilegur ráðgjafi og staðgengill forstöðumanns skrifstofu Evrópuráðsins í Kósóvó.

Hún kom víða við í störfum sínum erlendis. Hún starfaði á vegum íslensku friðargæslunnar sem ráðgjafi svæðisáætlunar UNIFEM fyrir Suðaustur-Evrópu og var þá staðsett í Serbíu. Árið 2008 fór hún aftur til Kósóvó og starfaði sem forstöðumaður skrifstofu Evrópuráðsins á vegum friðargæslunnar. Hún og fjölskylda hennar fluttu svo til Svíþjóðar árið 2009 þar sem hún var aðalráðgjafi hjá Eystrasaltsráðinu.

Fjölskyldan flutti heim 2013 og í ársbyrjun 2014 tók hún við sem forstöðumaður og formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í ársbyrjun 2022 var hún skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og gegndi hún því starfi til dauðadags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð