fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Slagsmálahundar reyndu að flýja lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 07:38

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðborginni í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Þar er greint frá því að um hálfþrjúleytið hafi verið tilkynnt um líkamsárás fyrir utan skemmtistað og var einn vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Korter yfir þrjú var síðan lögregla kölluð til vegna slagsmála fyrir utan krá og var einn fluttur á lögreglustöð. Honum var síðan sleppt eftir að málsatvik voru orðin ljós.

Laust fyrir klukkan fjögur var tilkynnt um slagsmál í miðborginni. Reyndu tveir að hlaupa undan lögreglu en þeir voru báðir handteknir og þeir vistaðir í fangageymslu.

Á fimmta tímanum var tilkynnt um mann sem reyndi ítrekað að stofna til slagsmála. Var hann handtekinn og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt en síðan látinn laus.

Ennfremur var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki og er málið í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli