fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Jón Þór orðinn stöðumælavörður í Reykjavík

Hætti á Alþingi í haust – Kann vel við nýja starfið – Ætlar aftur í malbikið í vor

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson, fyrrum þingmaður Pírata, er orðinn stöðumælavörður í Reykjavík. Jón, sem hætti á Alþingi síðasta haust, segist vera ánægður í nýja starfinu en hann hóf störf í gær.

„Það er yndislegt að labba út í ferska loftinu og hafa enga ábyrgð nema framfylgja einni lagagrein, 108. grein umferðarlaga,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið.

Eins og greint var frá í haust hætti Jón á Alþingi og fór aftur að starfa við malbik, líkt og hann hafði gert um árabil áður en hann varð þingmaður Pírata í síðustu Alþingiskosningum. Jón sagðist ekki hafa fundið sig sem þingmaður og því ákveðið að stíga til hliðar, jafnvel þótt að flokkur hans væri mikilli sókn.

Malbiksstörf eru árstíðabundin og segir Jón að hann hafi því sótt um tímabundið starf hjá Bílastæðasjóði sem stöðumælavörður. Þar hyggst Jón starfa fram að vori, eða þangað til að malbiksvinnan hefst á ný.

„Ég fór að hugsa um hvað ég gæti gert sem ég gæti gripið í inn á milli og sagði þeim að ég færi í malbikið aftur, þetta væri tímabundið. Ég sagði þeim að ég teldi starfið henta mér vel og þeir vildu ráða mig,“ segir Jón Þór og vísar þar í Bílastæðasjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Í gær

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel