fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Andskotist nú til að taka þetta til ykkar sem eigið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Hafsteinsson, íbúi í Reykjanesbæ, er búinn að fá sig fullsaddan af þeim háu vöxtum sem eru hér á landi. Hann sendir ákall til þingmanna um að standa með heimilum og fjölskyldum í landinu.

„Ég skora á þig, ágæti þingmaður, að fá þing­flokk­inn þinn sem og aðra kjörna full­trúa Alþing­is sem hafa áhuga á að sýna vilja og samúð í verki að standa með heim­il­un­um og fjöl­skyld­un­um í land­inu. Fá þetta ágæta fólk með þér í lið að leggja fram frum­varp um að setja lög á Seðlabanka Íslands, festa vexti í 3% og láta bara á það reyna hvaða þing­menn setja sig gegn slík­um björg­un­ar­hring fyr­ir heim­il­in og fjöl­skyld­urn­ar,“ segir hann í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að skoðun hans sé einföld:

„Hlustið á gagn­rýni fólks­ins, um­bjóðenda ykk­ar. Minna tal, meiri efnd­ir. Þá líka sjá­um við hvaða sam­visku þing­menn sem kjörn­ir eru inn á Alþingi Íslend­inga hafa að geyma og fyr­ir hvern þeir eru að vinna.“

Sigurjón beinir ekki bara orðum sínum að þingmönnum heldur einnig að verkalýðsforystunni sem hann telur að megi vera mun sýnilegri og þar þurfi að ríkja meiri samstaða en nú er.

„Trú­verðug­leiki allra þess­ara per­sóna og leik­enda fer minnk­andi meðan eng­inn þorir að stíga fram og boða al­vöruaðgerðir fyr­ir fólkið í land­inu, heim­il­in og fjöl­skyld­urn­ar.“

Í grein sinni segir hann að honum sárni það mjög þegar þingmenn fullyrða að ekki sé hægt að láta reyna á eitthvað sem aldrei hefur reynt á áður í þinginu, til dæmis lög á Seðlabankann um að festa vexti í 3% eða taka húsnæðisliðinni út úr vísitölunni. „Slík svör eru ekk­ert annað en viss upp­gjöf í mín­um bók­um.“

Hann segir að ef þetta er ekki það sem koma skal frá þingmönnum þá sé ráð fyrir þjóðina að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Þar kom­um við að Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna og for­ystu verka­lýðsins að setja upp und­ir­skriftal­ista inni á Ísland.is þess efn­is að skora á rík­is­stjórn Íslands að setja um­rædd lög á Seðlabank­ann og taka hús­næðisliðinn út úr vísi­töl­unni. #EkkiGeraEkkiNeitt segja bank­ar og lánastofnanir, eig­um við ekki sem lán­tak­end­ur að gera þeirra orð að okk­ar og beina þeirra áskor­un­um aft­ur til föður­hús­anna,“ segir Sigurjón og endar grein sína á þessum orðum:

„Ákall heim­ila og fjöl­skyldna er al­veg skýrt: And­skot­ist nú til að taka þetta til ykk­ar sem eigið og gerið eitt­hvað af viti sem stopp­ar þessa sjálf­töku sem á sér stað gagn­vart heim­il­um og fjöl­skyld­um lands­manna, því með sama áfram­haldi er stefn­an beint niður á við í annað alls­herj­ar­hrun, nokkuð sem væri gleðistund fyr­ir vog­un­ar­sjóði og hrægamma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“