fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Var sökuð um að ljúga til um veikindi sín – Nú er hún dáin

Pressan
Miðvikudaginn 27. september 2023 07:00

Stephanie

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. september lést Stephanie Aston á heimili sínu á Nýja-Sjálandi. Hún var 33 ára. Hún hafði háð langa og erfiða baráttu við Ehlers-Danlos heilkennið. Læknar höfðu sakað hana um að ljúga til um veikindi sín.

NZ Herald skýrir frá þessu og segir að sjúkdómurinn sé mjög sjaldgæfur og mörg alvarleg einkenni fylgt honum. Honum er oft lýst sem ósýnilegum því út á við virðast sjúklingarnir vera heilbrigðir en samt sem áður glíma þeir við mikla verki.

Það var einmitt það sem Stephanie gerði. Þegar hún leitaði til læknis 2016 vegna sjúkdómsins var henni ekki vel tekið og sagði læknirinn að „sjúkdómurinn væri bara í höfði hennar“.

Þá þegar hafði hún fengið greiningu hjá þremur sérfræðingum en það hélt ekki aftur af lækninum að segja að „hún virtist ekki vera alvarlega veik“.

Stephanie glímdi oft við blóðskort og var oft mjög veikburða. Auk þess glímdi hún við hjartavandamál, húðofnæmi og skort á kalíum. Ekki liggur fyrir hvað varð henni að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa