Xavi Hernandez, stjóri Barcelona, hefur krotað undir samning við félagið sem gildir til ársins 2025.
Þetta var staðfest í gær en samningur Xavi við félagið átti að renna út næsta sumar.
Hann hefur verið þjálfari Barcelona síðan í nóvember 2021 er hann tók við keflinu af Ronald Koeman.
Síðan þá hefur Xavi unnið tvo titla með Barcelona, bæði deildina sem og Ofurbikarinn þar sem lið hans vann Real Madrid 3-1.
Xavi hefur stýrt Barcelona í 96 leikjum, unnið 60, gert 17 jafntefli og tapað 19 viðureignum.