fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélagshönnun hægrimanna

Eyjan
Laugardaginn 23. september 2023 14:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þeim áttatíu árum sem bráðum verða liðin frá því Íslendingar urðu sjálfstæð þjóð hefur þeim ekki tekist að skapa sterkt og réttlátt velferðarkerfi í landinu. Heila mannsævin hefur farið til spillis í þeim efnum. Og það er út af fyrir sig afrek í öfugustu merkingu þess orðs.

Veigamestu skýringuna má rekja til þess að meginhluta þessa tíma hafa hægrimenn ráðið valdstjórninni. Í krafti þröngra sérhagsmuna fyrir aðalinn í landinu hafa þeir engan áhuga haft á því að treysta samneysluna í sessi. Helsta erindi þeirra í ráðuneytum og á löggjafarsamkundu þjóðarinnar hefur þvert á móti verið að hlúa að afkomu innvígðra flokksfélaga og tryggja þeim sem greiðastan aðgang að auðmagni og auðlindum. Sagan sýnir einmitt og sannar að ekkert hefur þessum öflum vera meira í nöp við en frjálsa samkeppni og frjálsa verslun – og raunar frjálst framtak yfir höfuð – af þeirri ástæðu einni að í fullu frelsi myndu innmúraðir missa spón úr aski sínum.

Af átta af hverjum tíu árum sem liðin eru frá sjálfstæðisyfirlýsingu þjóðarinnar hafa hægri menn og helsti valdaflokkur þeirra mótað samfélagið að sínu lagi. Og velferðarkerfi til að tryggja sanngirni og réttlæti í samfélaginu, þó ekki væri til annars en að allir hefðu sömu tækifærin í lífinu, hefur aldrei verið á stefnuskrá þessara íhaldsafla.

„Það er ekki hægt að bjóða nokkurn mann velkominn í svona samfélag. Allra síst unga fólkið …“

Og það sést á samfélaginu. Veiklulegasta velferðarkerfi Norðurlandanna er að finna á Íslandi þar sem kostnaðarþátttaka, óháð tekjum, er annað tveggja lykilstefanna, ásamt biðlistamenningunni sem hefur ekki einasta fest sig í sessi, heldur þykir líka orðin svo sjálfsögð að jafnvel vinstrimenn við stjórn í sveitarfélögunum geta skýlt sér á bak við hana.

Það er ekki hægt að bjóða nokkurn mann velkominn í svona samfélag. Allra síst unga fólkið – og guð hjálpi því ef það er að ala upp lasin og langveik börn.

Jafnvel bara í leikskólamálunum er staðan sú að ungir foreldrar eiga í erfiðleikum með að vinna fullan vinnudag – og sem þeir sannarlega þurfa á að halda til að ná endum saman í krónuhagkerfinu. En barn þessara foreldra kemst ekki inn á leikskóla fyrr en á þriðja ári eins og dæmin sanna af höfuðborgarsvæðinu. Á meðan þarf unga parið að greiða dagmömmu hundrað þúsund krónur fyrir að gæta barnsins á dagvinnutíma. Þó aðeins til fjögur á daginn og til hádegis á föstudögum, sem merkir að annað foreldrið þarf að fara úr vinnu klukkan þrjú alla daga, nema föstudaga, og þá klukkan ellefu, ef umferðin er viðunandi.

Í Hafnarfirði, svo dæmi sé tekið, geta þessir foreldrar sótt um bætur til að koma til móts við dagmömmukostnaðinn – af því að bærinn annar ekki leikskólaplássi, en sameiginlegar tekjur þeirra mega þá ekki vera hærri en 600 þúsund á mánuði. Altso 300 þúsund á kjaft. Undir lágmarkslaunum. Einmitt á þeim árum sem ungir íbúðakaupendur þurfa á allri sinni innkomu að halda.

Þetta er galið samfélagið, hannað af hægrimönnum. Og fer versnandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
EyjanFastir pennar
04.07.2025

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
EyjanFastir pennar
02.07.2025

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu