fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Illa farið með leikmann Arsenal í beinni – „Vá“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2023 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf mikið fjör í umfjöllun um Meistaradeild Evrópu á CBS Sports þar sem Kate Abdo, Thierry Henry, Jamie Carragher og Micah Richards eru í setti.

Í gær voru þau að taka viðtal við Gabriel Jesus, leikmann Arsenal, eftir 4-0 sigur á PSV.

Viðtalið var hins vegar rofið til að koma Harry Kane að eftir sigur hans og félaga sinna í Bayern Munchen á Manchester United.

„Bara svo þú vitir hvað við metum það mikils að tala við þig slitum við símtalinu við Gabriel Jesus til að ná þér,“ sagði Abdo.

„Vá,“ svaraði Henry léttur, en hann er auðvitað goðsögn Arsenal.

Kane, sem kom til Bayern í sumar frá erkifjendum Arsenal í Tottenham, sló á létta strengi. „Var það ákvörðun Thierry?“

Uppskar hann mikinn hlátur áður en Henry skaut inn í: „Mig langar bara að segja þér að þú lítur vel út í rauðu og hvítu.“

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa