Lögreglan á Akureyri leitar nú að 12 ára dreng, en síðast er vitað um ferðir hans um klukkan 07:45 í morgun, í Bugðusíðu á Akureyri.
Drengurinn er um 140-150 sm á hæð og var klæddur í úlpu sem er gul að neðan en dökk að ofan, með gula húfu, í gráum buxum, rauðum skóm og með svarta og græna tösku. Drengurinn er greindur með einhverfu. Fólk sem telur sig hafa upplýsingar er beðið um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 444-1000.