fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Umdeildur einræðisherra og böðull Pútíns sagður berjast fyrir lífi sínu

Pressan
Laugardaginn 16. september 2023 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðsherra Téténíu og dyggur bandamaður Vladimir Pútíns, Rússlandsforseta, liggur nú á gjörgæslu í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá úkraínsku leyniþjónustunni. Um er að ræða Ramzan Kadyrov sem hefur verið leiðtogi Téténíu síðan árið 2007. Hann hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við stjórnvöld í Rússlandi eftir innlimun Krímskagans árið 2014 og hefur verið í framlínunni í innrás Rússa í Úkraínu undanfarið ár.

Kadyrov hefur jafnvel gengið svo langt að hvetja rússnesk stjórnvöld til að beita kjarnorkuvopnum gegn Úkraínu. Þessi húsbóndahollusta hefur aflað Kadyrov viðurnefninu „bölull Pútíns“ og hefur hann farið fyrir liðum Téténa í stríðinu og verið sakaður um mikið harðræði og mannréttindabrot.

„Það eru upplýsingar fyrir hendi að stríðsglæpamaðurinn Kadyrov sé illa haldinn – langvarandi veikindi hafa versnað og landað honum í lífshættu,“ sagði Andriy Yusov, talsmaður úkraínsku leyniþjónustunnar í samtali við miðilinn Obozrevatel í gær.

New York Post segir að veikindi Kadyrov hafi verið staðfest í mörgum áttum, en um er að ræða veikindi sem ekki eiga rætur að rekja til áverka eða meiðsla.

„Þetta eru ekki áverkar. Það eru smáatriði sem ekki eru komin á hreint, en hann er búinn að vera veikur lengi og við erum að tala um krónískan heilsubrest. Hann hefur verið í alvarlegu ástandi síðustu daganna.“

Sú saga hefur gengið að Kadyrov glími meðal annars við nýrnabilun eftir mikla neyslu á ávana- og fíkniefnum. Aðrir telja þó veikindin mega rekja til eitrunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Í gær

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“

„Hún er einfaldlega öðruvísi en allar hinar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans