fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Lingard gæti enn samið við West Ham

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. september 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard er enn án félags þó svo að tímabilið í helstu deildum Evrópu sé komið á fullt skrið.

Hinn þrítugi Lingard hefur æft með West Ham undanfarið og þótt standa sig vel. Það hefur mikið verið talað um að félagið gæti boðið honum samning en það hefur ekki enn gerst.

Sky Sports bendir á að West Ham sé enn með laust pláss í úrvalsdeildarhópi sínum svo það er ekki úr vegi að semja við Lingard.

Þá breytir engu að félagaskiptaglugginn sé lokaður þar sem Lingard er án félags.

Lingard var á láni hjá West Ham árið 2021 þar sem hann skoraði níu mörk í 16 leikjum og átti afar góðu gengi að fagna.

Hann hafnaði því að ganga til liðs við félagð fyrir ári síðan en hann fékk þá svakalegt tilboð frá Nottingham Forest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool