Pep Guardiola þjálfari Manchester City er mættur aftur til æfinga eftir að hafa farið í aðgerð í Barcelona.
Guardiola var með meiðsli í baki og var ákveðið að skera hann upp í lok ágúst.
Guardiola missti af tveimur leikjum hjá City vegna þess en mætti í dag til æfinga og var með hópnum.
Hann verður hins vegar á hliðarlínunni þegar City mætir West Ham um helgina.
Fjarvera Guardiola hafði þó ekki mikil áhrif á City en liðið vann báða leiki á meðan hann var í endurhæfingu.