fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hversu lengi er hægt að lifa í geimnum án geimbúnings?

Pressan
Laugardaginn 16. september 2023 19:00

Geimfarar glíma margir hverjir við höfuðverk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu lengi getur manneskja lifað í grimmdarlegum aðstæðum í geimnum ef hún er ekki í geimbúningi? Stutta svarið er: Ekki lengi.

Eflaust dreymir margar um að fara út í geim og ímynda sér kannski hvernig það væri að skjótast aðeins út í geim og heimsækja Alþjóðlegu geimstöðina eða halda til annarra pláneta.

En geimferðalög eru ekki auðveld né hættulaus enda geimurinn vægast sagt fjandsamlegur lífi.

Geimbúningar gera geimförum kleift að fara út úr geimförum sínum í smá tíma. Geimbúningarnir tryggja þeim loft, vatn, þrýsting og þá vernd sem þeir þurfa til að lifa af. En hvað gerist ef einhver fer út úr geimfari án þess að vera í geimbúningi? Um þetta var fjallað nýlega á vef Live Science.

Þar er haft eftir Stefaan de Mey, hjá Evrópsku geimferðastofnuninni, að ef einhver fer út úr geimfari án þess að vera í geimbúningi missi viðkomandi meðvitund eftir 10 til 15 sekúndur vegna súrefnisskorts.

10 til 15 sekúndur eru ekki langur tími en ástæðan fyrir þessum stutta tíma er að fólk myndi ekki vilja halda niðri í sér andanum þegar það skýst út í geiminn úr geimfari. Í hinum tóma geimi myndi súrefnið valda alvarlegum vandræðum.

„Súrefnið myndi byrja að þenjast út og rífa lungun í sundur og það myndi valda því að blóðið myndi sjóða og bobla sem myndi samstundis valda blóðtappa og verða viðkomandi að bana,“ sagði de Mey.

Það þarf því að reyna að losna við eins mikið loft úr lungunum og hægt er, áður en farið er út í geiminn án geimbúnings.

Þess utan veldur þrýstingsskortur öðrum þáttum sem einnig eru banvænir. Líkamsvökvar á borð við munnvatn og tár byrja að sjóða. Mannslíkami myndi einnig þenjast út en húðin er nægilega teygjanleg til að takast á við þrýstingsbreytinguna að sögn de Mey sem bætti því við að hryllingssögur í kvikmyndum, þar sem fólk springur, séu ekki réttar.

Í besta falli hefur fólk nokkrar sekúndur áður en súrefnið í blóði þess er uppurið en þá missir það meðvitund. Innan nokkurra mínútna deyr heilinn og þar með er sagan öll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa