fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Eyjan

Hanna Katrín styður hvalveiðibann Svandísar en telur að Svandís verði beygð í málinu – ríkisstjórnin gangi út á hrossakaup

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 19. ágúst 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, styður hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og telur að Svandís hafi orðið að bregðast skjótt við á grundvelli nýfenginna upplýsinga þegar hún bannaði hvalveiðar sólarhring áður en þær áttu að hefjast í júní.

Hanna Katrín er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í nýjasta hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Hanna Katrín Friðriksson 2
play-sharp-fill

Markaðurinn - Hanna Katrín Friðriksson 2

Hún segir stuðning sinn við hvalveiðar nýtilkominn. Hún hafi alveg stutt hvalveiðar m.a. út frá atvinnufrelsi. Hún telji þær hins vegar ekki ganga upp lengur, hvorki siðferðilega, umhverfislega né efnahagslega. Ekki megi gleyma því heldur að Hvalur hf. sé margbrotlegt fyrirtæki, hafi m.a. brotið alla fresti sem fyrirtækinu hafi verið settir og beri öðrum fremur ábyrgð á þeirri stöðu sem sé uppi í þessum málum. Hingað til hafi sjávarútvegsráðherrar einfaldlega horft í gegnum fingur sér varðandi athæfi fyrirtækisins.

Hanna Katrín segir að þótt litill tími hafi verið til ákvarðanatöku í vor horfi málið öðru vísi við nú. Liðnar séu margar vikur og ákvörðun ætti að liggja fyrir nú þegar um það hvert framhaldið verður; hvort hvalveiðibannið verður framlengt eða því aflétt eftir hálfan mánuð.

Hún segir málið áhugavert þar sem ríkisstjórnarflokkarnir séu ósammála og tali inn í sitt bakland. „Þess vegna springur þetta út meira en kannski miklu stærri mál sem ágreiningur er um í ríkisstjórninni,“ segir Hanna Katrín, sem segir ríkisstjórnina vera ríkisstjórn hrossakaupa. Hún telur að Svandís þurfi að bakka með hvalveiðibannið en varpar fram þeirri spurningu hvort VG muni gefa eftir í hvalveiðimálum gegn því að fá eitthvað annað í staðinn.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Hide picture