fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Segir að árásir Úkraínumanna á brýr á Krím geti neytt Rússa til að taka áhættusamar ákvarðanir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 08:00

Chongar brúin. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn gerðu árásir á tvær mikilvægar brýr á Krím um helgina. Þeir skutu um tug flugskeyta á Chongar brúna sem tengir Krímskagann við sunnanverða víglínu Rússa í Kherson. Þeir skutu einnig flugskeytum á Henichesk brúna, sem tengir hafnarbæinn Henichesk í Kherson við norðausturhluta Krímskaga, og skemmdu hana.

Bandaríska hugveitan Institute for The Study of War (ISW) segir í stöðumati um gang stríðsins í Úkraínu að á myndum sjáist að Chongar brúin sé mikið skemmd og heimildarmenn segi að hluti af henni sé hruninn. Segir hugveitan að skemmdirnar á brúnum valdi „alvarlegum vanda“ fyrir birgðaflutninga Rússa.

Báðar brýrnar eru mjög mikilvægar fyrir birgðaflutninga Rússa til fremstu víglína í KhersonTjonhar-brúin býður upp á skjótustu leiðina á milli Krím og víglínunnar í suðurhluta KhersonISW segir að árásin á Henichesk-brúna muni „líklega þvinga rússneskar hersveitir til að beina umferð hersins“ frá Arabat Spit skaganum til vesturhluta Krím.

Segir ISW þessar leiðir beri ekki jafn mikla umferð og líklega geti „flöskuhálsar“ myndar á M-17 hraðbrautinni sem liggur frá vesturhluta Krím til víglínanna í Kherson. Eins fylgi því meiri hætta að nota vegina.

Segir hugveitan að vegirnir norðvestan við Krím, sérstaklega með fram stóru aðalvegunum sunnan við Nova Kakhovka, séu nær úkraínskum yfirráðasvæðum og í mörgum tilfellum innan skotsviðs stórskotaliðs.  Segir hugveitan að Rússar geti dregið úr hættunni með því að notast við minni vegi en það dragi úr getu þeirra til að halda uppi öflugum birgðaflutningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi