fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Íslensku skátarnir flýja fellibyl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. ágúst 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski skátahópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu mun yfirgefa svæðið í kvöld vegna fellibylsins Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Mikil hitabylgja hefur verið á svæðinu.

Í tilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur segir:

„Ákveðið hefur verið að rýma mótsvæðið í suður Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma. Þessar fréttir bárust fararstjórn hópsins í nótt. Þessi skyndilega breyting á mótshaldinu kemur til vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga, en nú stefnir hann beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og  þarf þá að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu.“  

Segir í tilkynningunni að íslenski hópurinn taki fréttunum af fellibylnum af yfirvegun. Þá segir ennfremur:

„Íslenska fararstjórnin með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta hefur verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á Jamboree svæðinu. Þau herbergi koma nú að góðum notum. Það var því auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul.“  

Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu, segir einnig í tilkynningunnni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lét lífið eftir að hafa verið sprautuð með ólöglegu þyngdartapslyfi á snyrtistofu

Lét lífið eftir að hafa verið sprautuð með ólöglegu þyngdartapslyfi á snyrtistofu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“