Wrexham í ensku fjórðu deildinni hefur svo sannarlega fengið liðssyrk fyrir komandi vetur.
Félagið hefur samið við fyrrum enska úrvalsdeildarleikmanninn James McClean sem margir kannast við.
McClean kostar Wrexham 250 þúsund pund en hann er 34 ára gamall í dag og kemur til liðsins frá Wigan.
McClean er gríðarlega reyndur leikmaður en hann á að baki 100 landsleiki fyrir Írland og lék lengi í efstu deild Englands.
Hann lék með Sunderland og West Bromwich Albion í úrvalsdeildinni en var síðast hjá Wigan í næst efstu deild og var þar lykilmaður.