Arnór Borg Guðjohnsen er á leið til FH í Bestu deild karla samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld en Arnór Borg ku vera ósáttur við eigin spilatíma hjá Víkingum.
Hann er 22 ára gamall og kom til Víkings frá Fylki fyrir tveimur árum.
Samkvæmt Fótbolta.net þá mun Arnór skrifa undir lánssamning við FH sem gildir líklega út tímabilið.
Sóknarmaðurinn hefur aðeins byrjað tvo leiki fyrir toppliðið á tímabilinu.