Alexis Sanchez, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenal, gæti óvænt verið á leið aftur í enska boltann.
Sanchez var frábær um tíma fyrir Arsenal en hlutirnir gengu ekki eins vel hjá Man Utd.
Síðast var Sanchez á mála hjá Marseille í Frakklandi og skoraði 14 mörk í 35 leikjum í Ligue 1 á síðustu leiktíð.
Samkvæmt nýjustu fregnum gæti Sanchez verið á leið aftur til Englands og að þessu sinni til Nottingham Forest.
Forest er reiðubúið að borga launapakka sóknarmannsins sem er orðinn 34 ára gamall og kominn á seinni ár ferilsins.