fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Foster heimsótti United og batt enda á stríðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben Foster heimsótti æfingabúðir Manchester United í Bandaríkjunum og rétti fram sáttarhönd eftir æfingaleik í vikunni.

Foster er í dag á mála hjá Wrexham. Liðin mættust í æfingaleik aðfaranótt miðvikudags.

Í leiknum braut Nathan Bishop, markvörður United, svo illa á Paul Mullin, stjörnu Wrexham, að hann þurfti súrefni og að fara á sjúkrahús.

Mullin greindi þó frá því á samfélagsmiðlum eftir leik að hann væri í góðu standi.

Bishop fékk á baukinn fyrir atvikið og var baulað hressilega á hann á vellinum.

Þjálfari Wrexham, Phil Parkinson, var brjálaður út í Bishop eftir leik.

„Ég er brjálaður ef ég á að vera hreinskilinn. Þetta var klaufalegt og kærulaust brot í leik á undirbúingstímabili og ég er alls ekki sáttur við þetta. Ég hef ekki séð markvörðinn enn þá og ég held að það sé best fyrir hann að halda sig fjarri okkur því við erum ekki ánægðir með hann.“

Hjá United voru menn allt annað en sáttir með ummæli Parkinson.

Foster er hins vegar sagður hafa rétt fram hjálparhönd með því að fara og hitta Bishop. Öllu ósætti sé því lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsta staðfestir komu Garnacho

Chelsta staðfestir komu Garnacho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jackson sagður snúa aftur til Chelsea

Jackson sagður snúa aftur til Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa trú á því að Amorim segi af sér

Hafa trú á því að Amorim segi af sér
433Sport
Í gær

Viðurkennir að Isak geti alls ekki spilað 90 mínútur

Viðurkennir að Isak geti alls ekki spilað 90 mínútur
433Sport
Í gær

Brjálaðir eftir fréttir vikunnar: ,,Út með ykkur allir sem einn“

Brjálaðir eftir fréttir vikunnar: ,,Út með ykkur allir sem einn“