fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Listaverki eftir Ladda stolið

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 19:38

Laddi. Mynd: DV/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listaverki eftir listamanninn þjóðkunna Ladda var stolið úr fyrirtækinu Heilsuhofið sem stendur við Kaupvangsstræti á Akureyri. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins býður það m.a. upp á margs konar líkamsmeðferðir sem hugsaðar eru til heilsueflingar eins og t.d. nudd og örnálameðferð.

Í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins kemur ekki fram nákvæmlega hvenær er talið að verkinu hafi verið stolið eða hvað verkið heitir en í færslunni segir:

„Sá leiðinlegi atburður átti sér stað að þessari mynd eftir Ladda var stolið frá okkur hérna í Heilsuhofinu. Ef einhver hefur tekið eftir einhverjum/einhverri að bera út málverk hjá Subway eða bakvið hjá Hárgreiðslustofunni Design þar sem bílastæðin eru megið endilega láta okkur eða Lögreglan á Norðurlandi eystra vita.“

Í færslunni er einnig tekið fram að ef þjófurinn skilar verkinu áður en það verður um seinan verði engir eftirmálar af hálfu fyrirtækisins.

„Ef þú sem tókst hana sérð þetta þá máttu endilega skila henni og engir eftirmálar verða. Þá myndi ég gera það áður en lögreglan verður búin að fara yfir allar myndavélar og sjá hver þú ert.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala