Al Hilal hefur lagt fram formlegt tilboð til Paris Saint-Germain í Kylian Mbappe.
Framtíð Mbappe er í lausu lofti. Hann á í opinberu stríði við PSG og ætlar ekki að framlengja samning sinn við félagið.
Frakkinn ætlar sér frítt frá félaginu næsta sumar, en þá rennur samningur hans út. Það kemur ekki til greina af hálfu PSG sem vill selja hann í sumar.
Mbappe hefur hvað helst verið orðaður við Real Madrid og vill PSG meina að hann hafi þegar samið við félagið.
Nú hefur Al Hilal í Sádi-Arabíu hins vegar gert tilboð til PSG sem er 300 milljóna evra virði. Myndi það gera Mbappe að dýrasta leikmanni sögunnar.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá þessu en tekur fram að Mbappe sjálfur eigi ekki í viðræðum við Al Hilal sem stendur.
Sádar hafa, eins og flestir vita, látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Ljóst er að það yrði risastórt fyrir deildina þar að fá Mbappe.
EXCL: Al Hilal have submitted formal bid to Paris Saint-Germain in order to open talks for Kylian Mbappé. 🚨🔵🇸🇦
Understand it’s worth €300m — record fee.
No talks on player side.
⚪️ PSG remain convinced that Mbappé already agreed terms with Real Madrid with contract ready. pic.twitter.com/yeDu5AQr6E
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 24, 2023