„Við erum að fá Jonny Evans,“ segir starfsmaður Everton í beinni útsendingu á Instagram en félagið hefur nú eytt út færslu sinni.
Samningur Evans við Leicester er á enda en þessi 35 ára gamli varnarmaður kemur því frítt til Everton.
Svo virðist sem Everton þurfti að taka leikmenn ódýrt í sumar en Ashley Young skrifaði undir hjá félaginu í gær. Þessi 38 ára bakvörður kom frítt frá Aston Villa.
Evans hefur mikla reynslu úr enska boltanum en hann lék lengi vel með Manchester Untied en hefur síðan þá verið hjá West Brom og Leicester.
Yerri Mina fór frítt frá Everton í sumar og kemur því Evans til með að fylla í hans skarð.
Listen closely🔊🔊🔊… does anyone else hear
"We've got Jonny Evans coming in"
— . (@ITalkEverton) July 13, 2023