fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Eyjan

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hjólar í Svandísi – Segir gjörðir hennar vera beina ögrun við ríkisstjórnina

Eyjan
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 08:30

Óli Björn Kárason Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason. þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hafi gert atlögu að ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri Grænna með þeirri framgöngu sinni að banna tímabundið hvalveiðar rétt áður en vertíðin átti að hefjast.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Óla Björns í Morgunblaðið í dag. Í greininni, sem ber yfirskriftina Vantraust grefur undan samstarfi, fer Óli Björn yfir hversu mikilvægt það er í ríkisstjórnarsamstarfi að koma „ koma til mótsvið andstæð sjónarmið, án þess að missa sjónar á eigin hugsjónum.” Í þriggja flokka ríkisstjórn reyni enn frekar á þollyndi og gagnkvæman skilning að mati Óla Björns.

Atlaga að ríkisstjórnarsamstarfinu

„Framganga matvælaráðherra í hvalveiðimálinu ber þess merki að lítill skilningur sé á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. Engu virðist skipta að ráðherrann gangi berlega gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar. Varla er hægt annað en komast að þeirri niðurstöðu að um beina ögrun sé að ræða við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Með öðrum orðum; matvælaráðherra hefur gert atlögu að samstarfi ríkisstjórnarflokkanna,“ skrifar Óli Björn.

Telur hann að Svandís hafi með gjörðum sínum veikt ríkisstjórna og grafið undan möguleikum hennar til að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum.

„ Sterk og skýr rök hafa verið sett fram um að matvælaráðherra hafi gengið gegn lögum með ákvörðun um að fresta hvalveiðum. Ekki verður séð að ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni né gætt meðalhófs – fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. Gengið er þvert á stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi og í engu hugað að þeim mikla fjárhagslega skaða sem ákvörðunin veldur um 150 launamönnum og fjölskyldum þeirra. Andmælaréttur er enginn og fyrirvarinn nokkrir klukkutímar,“ skrifar Óli Björn enn fremur.

Vantraust mun hafa áhrif á samstarf

Hann segist málið ekki snúast um hvalveiðar heldur ósanngjarna stjórnsýslu sem sé ekki lögum samkvæm.

„ Ráðherrann hefur kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar. Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum,“ skrifar Óli Björn.

Að hans sögn hefur ríkisstjórnarsamstarfið reynt á þanþol flestra stjórnarþingmanna en að framganga Svandísar sé vatn á myllu þeirra Sjálfstæðismanna sem efast um hvort rétt sé að halda áfram samstarfi við flokk sem er lengst til vinstri eins og VG.

„ Flokk sem fagnar þegar ekki er hægt að nýta sjálfbærar orkuauðlindir, flokk sem ekki er tilbúinn til að horfast í augu við vanda vegna flóttamanna, flokk sem telur betra að auka álögur á fyrirtæki og launafólk en að nýta sameiginlega fjármuni betur, flokk sem er sannfærður um að biðraðir séu betri en að nýta einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu,“ skrifar Óla Björn og segir að hann og skoðanabræður hans eigi litla samleið með ráðherra sem hagar sér eins og Svandís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja Finnbjörn tala af „yfirborðskenndum hætti um grafalvarleg vandamál“

Segja Finnbjörn tala af „yfirborðskenndum hætti um grafalvarleg vandamál“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir orðaskipti Guðrúnar og Dags vera ein af ástæðum þess að fólk á erfitt með að treysta stjórnmálafólki

Segir orðaskipti Guðrúnar og Dags vera ein af ástæðum þess að fólk á erfitt með að treysta stjórnmálafólki