fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
EyjanFastir pennar

Brynjar Níelsson skrifar: Dyggðaskreytingar og manngæska

Eyjan
Föstudaginn 30. júní 2023 12:06

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í dyggðaskreytingum er mjög hörð hér á landi. Keppendur eru margir en misgóðir. Keppnin er deildaskipt eftir dugnaði við dyggðaskreytingar og því að deila upplýsingum um eigin manngæsku. Þeir sem komast í úrvalsdeild dyggðaskreytinga láta gjarnan fylgja með hvað aðrir eru andstyggilegir og óheiðarlegir. Stjórnmálamenn sem tilheyra frjálslyndu umbótaöflunum að eigin sögn, listamenn, einkum frægir, og talsmenn hagsmunafélaga eru sjaldan forfallaðir þegar kostur er á dyggðaskreytingu. Í þessum hópum eru ekki bara úrvalsdeildarleikmenn heldur eru sumir í algjörum heimsklassa og hafa náð að gera dyggðaskreytingar að listgrein.

Í hvert sinn sem einhver kemur fram í fjölmiðlum og segir farir sínar ekki sléttar, þjáist af vanlíðan eða bara ósáttur við eitthvað koma þessir heimsklassaleikmenn inn í umræðuna með skriðtæklingu og oftar en ekki án þess að vita nokkuð um atvik. Pólitískir andstæðingar og embættismenn eru oftast sökudólgarnir en stundum fá svokallaðir auðmenn að fljóta með, sérstaklega ef þeir nýta auðlindir landsins.

Heimsklassaleikmennirnir hafa góðan aðgang að fjölmiðlum. Þeir eiga það sameiginlegt að kveða upp þunga dóma án þess að þekkja nokkuð til. Sjálfir vilja þeir aldrei taka ábyrgð á nokkrum hlut og það er allt öðrum að kenna. Sumir ganga svo langt að hóta að beita sjóðum, sem aðrir eiga en þeir stjórna, í refsingarskyni. Annað sem þeir eiga allir sameiginlegt er að manngæska þeirra er iðulega á kostnað annarra. Það er nefnilega nóg til og þarf bara að sækja það með góðu eða illu.

Í einum af mörgum tímum mínum hjá sálfræðingnum spurði ég hann út í þörf margra til að taka þátt í keppni um dyggðaskreytingar og hvað einkenndi þetta ágæta fólk. Hann sagði að þetta væru tvenns konar týpur. Annars vegar þeir sem væru með slappa sjálfsmynd og þyrftu því viðurkenningu og klapp á bakið reglulega, og hins vegar þeir sem eru stíflaðir úr frekju og eru bara venjulegir popúlistar. En þeir væru oft líka litlir inni í sér. Svo bætti hann við, einhverra hluta vegna, að til væru menn sem verðu alltaf vondan málstað, sigldu á móti straumnum, þvergirðingar og besservisserar og væru alltaf eins og snúið roð í hund. Ég skildi ekkert hvert maðurinn var að fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
30.03.2025

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
27.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennar
26.03.2025

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?