fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Lögfræðiálit segir hvalveiðibann Svandísar hafi brotið í bága við lög

Eyjan
Þriðjudaginn 27. júní 2023 08:22

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lögfræðiáliti sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) létu LEX lögmannstofu vinna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna tímabundið veiðar á langreyðum er komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægj­an­lega traust­um laga­grund­velli.

Í tilkynningu frá SFS kemur fram að samtökin hafi leitað eftir áliti lögmannsstofunnar þann 21. júní síðastliðinn, degi eftir að hin umdeilda ákvörðun var kynnt.

„Í minn­is­blaði þessu hef­ur með rök­studd­um hætti verið kom­ist að þeirri niður­stöðu að sú ákvörðun ráðherra að banna tíma­bundið veiðar á langreyðum við Ísland árið 2023 hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægj­an­lega traust­um laga­grund­velli,“ seg­ir í áliti LEX.

Helstu niðurstöður að hæpið sé að tiltekið ákvæði í lögum hafi veitt Svandísi heimild til að setja reglugerðina sem bannað veiðarnar fyrirvaralaust. Ákvörðun ráðherra hafi því ekki verið reist á viðhlítandi lagaheimildum og stenst því ekki stjórnarskrá, að mati LEX.

Þá sé ólíklegt að það standist kröfur um stjórnskipulegt meðalhóf að banna fyrirvaralaust veiðarnar með því að gefa út reglugerð, án fyrirvara eða aðlögunartíma. Þá sé sú aðferð, að setja reglugerð um bannið í stað þess að fylgja málsmeðferð stjórnsýslulaga, tæplega í samræmi við svonefnda stjórnarfarsreglu en hún felur í sér að stjórnvaldi er bannað að misbeita valdi við val á leiðum til úrlausnar á máli.

Þá er bent á að ekki hafi verið óskað eftir  sjónarmiðum Hvals hf., meðal annars um álit þeirra sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir fagráð um velferð dýra. Þannig hafi ekki verið gætt að andmælarétti sem sé mælt fyrir um í stjórnsýslulögum.

Að ofantöldu sé ljóst að mati lögmannstofunnar á reglugerð Svandísar, sem byggði á niðurstöðu fagráðsins, ekki verið reist á nægilega traustum grundvelli.  Með því að „kollvarpa stjórnsýsluframkvæmd í einu vetfangi“, eins og sagt er í skýrslunni, hafi ráðherra farið í bága við viðmið sem lögð hafi verið til grundvallar í stjórnsýslurétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi