fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Kourtney Kardashian greindi frá óvæntum óléttutíðindum

Fókus
Laugardaginn 17. júní 2023 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kourtney Kardashian kom eiginmanni sínum, Travis Barker, í opna skjöldu í gær með því að tilkynna um óléttu sína með heldur óvenjulegum hætti. Kourtney var meðal áhorfenda á tónleikum Blink 182, þar sem Travis er trymbill, og skyndilega lyfti hún upp skilti þar sem stóð einfaldlega „Travis, ég er ólétt“.

Myndatökumenn á tónleikunum voru fljótir að bregðast við og skyndilega blöstu skilaboðin við á risaskjám og ærðust gestir tónleikanna af fögnuði.

Kourtney, sem er 44 ára gömul, hefur rætt opinskátt tilraunir hennar og Travis, sem er 47 ára, til að eignast barn saman. Þau hafa undirgengist tæknifrjóvganir til þess, án árangurs. Í fyrra greindi hún frá því að hún ætlaði ekki í fleiri slíkar meðferðir því þær hefðu tekið of mikinn toll af heilsu hennar.

Því er um sannkallað kraftaverkabarn að ræða.

Kourtney og Travis hófu samband sitt árið 2021 en þá höfðu þau þekkst um árabil. Þau giftu sig árið 2022 í athöfn þar sem ekkert var til sparað.

Kourtney á fyrir þrjú börn með fyrrverandi manni sínum Scott Disick og Travis á tvö börn frá sambandi sínu við Shanna Moakler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“